Færsluflokkur: Bloggar

Til hamingju ljósmæður!!!

Ég er ánægð með ykkur!! Ef að ekki er hlustað þá er eins gott að hækka rómin og vona ég að þetta bergmáli um allt land. Viljiði virkilega að konurnar sem að hjálpa ykkur að koma inní þennan heim og munu/hafa hjálpað börnunum ykkar, og barnabörnum, barnabarnabörnum o.s.frv., séu á þeim Fáránlegu launum sem að þeim er boðið uppá. Þetta er til háborinar skammar.

Ef að ég gengi með barn þá myndi ég eiga það á tröppunum hjá góð vini mínum heilbrigðisráðherra, spurning hvort að það myndi ná athygli hans!!! Ég vona að einhver nákomin honum og öðrum sem að koma að þessu hneiksli þurfi að eiga börnin sín án nokkurrar hjálpar ljósmæðra!

Já ég er reið!!! Það er ekkert flóknara en það. Beriði saman laun lögfræðinga (sem að vinna hjá ríkinu) og ljósmæðra (sami launagreiðandi) og athugið hvort að ykkur finnst þetta í lagi. Við erum að tala um 6 ára HÁSKÓLANÁM!!!! Það er ekki hægt að gera kröfur um góða menntun ef að það á að borga skíta laun.

Skammisti ykkar!!!!!!

Og aftur ljósmæður ég stend með ykkur alla leið!!!! 


mbl.is Ljósmæður segja upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ef? Spurning sem við veltum öll fyrir okkur.

Bloggfærsla sem að ég skrifaði fyrir löngu síðan inná myspace.. 

 

Hversu oft kemur upp í hausinn á manni, hvað ef?
Hvað ef líf mitt væri öðruvísi.. Hvað ef ég hefði gert hitt og þetta þegar að mér gafst tækifæri til þess.. Hvað ef ég hefði ekki gert það sem ég hef gert.. Hvað ef ég hefði ekki fæðst á Íslandi.. Hvað ef ég hefði fæðst inní aðra fjölskyldu..
En sú hvað ef spurning sem ég helst hugsa um er, hvað ef ákveðinn sjúkdómur/ar væri ekki í minni fjölskyldu?? Væri ég þá keyrandi um í dag á blæjusportbílnum mínum, nemi í Versló, ætti fullt af hippogkúl ríkum vinum, allar þær flíkur og skó sem mig dreymir um, væri ekki í vinnu, bara að njóta lífsins, alltaf að ferðast, byggi í risastóru einbýlishúsi, eða kannski minni eiginn íbúð.. Lúxus, áhyggjulaust líf þar sem mig myndi ekki vanhaga um neitt.. Frekar freistandi hugsun stundum þegar að maður er alveg blankur að kúka á sig farin að bíða eftir mánaðarmótum.. Eða þegar að maður er að borga greiðsluseðilinn af láninu sem ég tók til að komast út sem skiptinemi..
En ef ég ætti þetta "draumalíf" sem að virtist stefna í þegar að ég var lítil væri ég þá ekki allt önnur drep leyðileg Sunna.. Ekki jafn sterk, sjálfstæð, lífsreynd og jarðbundinn manneskja eins og ég er í dag.. Hefðu þá bara komið upp önnur vandamál í staðinn.. Eða hefði ég bara krúsaði í gegnum lífið á bleiku skýji með skilti sem á stæði "pabbi borgar".. Engir erfiðleikar, enginn vonbrygði, enginn sorg, enginn sársauki, enginn tár.. Engar andvakanætur eins og þessi..
Ekki það að ég sé að kvarta.. Hef ekkert að kvarta yfir.. Ég hef búið í Suður-Ameríku, ég veit hvernig heimurinn er í alvöru, hvernig alvöru vandamál eru.. Maður veltir bara svo mörgu fyrir sér..
Pabbi minn, ég elska þig ;*


Ég er veik...

Já krakkar mínir ég þjáist af hræðilegum sjúkdóm sem heitir útþrá!!!!!!!!! Ég er að farast úr þessu!!!!!!! Mér líður illa.. Mig dreymir ekki annað en Paraguay, það er ekki í lagi með mig..

Ég er alltaf að lesa ferða blogg og ég erof öfundsjúk útí alla þá sem eru á ferðalagi um heiminn.. Sérstaklega S-Ameríku..

Grenj, Sunna Rut.. 


London, París, Róm..

Ég hef því miður bara komið á einn af þessum stöðum.. Og það myndi jú vera London, þar sem að ég er núna.. Og er búin að eyða 5 yndislegum dögum og á heila 2 eftir.. Ég er búin að sjá svonna allt það helsta sem að er að sjá, eða þið vitið túristastaði eins og þeir eru kallaðir..

Ef að ég tek stutt dæmi þá er ég búin að kíkja í heimsókn til drotningarinar í Buckingham Palace rosa fallegt, fór í alvöru enskt te á 5 stjörnu hóteli eftir það.. Við erum að tala um fingrasamlokur, skonskur, te og tertur, gerist ekki betra.. Lion King erfitt að syngja ekki með.. Camden market.. Auðvitað Oxfordst.. Og fór í túrista bustour í dag með innifalinni siglingu á Times (eins og móðir mín kís að kalla það).. Þar sá ég allt það sem að ég var búin að sjá áður aftur ;) Og e-ð sem að ég var ekki búin að sjá..  

Ég er búin að snæða Columbískan, Arabískan, Enskan, Ítalskan, hollan, óholan, góðan mat.. Og það verður sko afeitrun þegar að maður kemur heim..

Ég er búin að versla ágætlega.. Já mér finnst gaman að versla, okkur finnst það öllum þó að sumir vilji ekki viður kenna það.. Ég vildi að ég væri ekki svonna eigingjörn og að ég fengi svo mikið samviskubit, gangandi framhjá heimilislausum manni á götuni og ég með fullar hendur af pokum, að ég myndi missa löngunina til að versla.. Auðvitað fæ ég samviskubit sem endist kannski ekki lengi og hugsa aumingja maðurinn.. Ég fæ alveg verk í hjartað.. Og ekki hugsa e-ð ojjj hvað hún er illa innrætt (er það skrifað svona) því að ég er það ekki, enda muntu ekki hugsa það ef að þú þekkir mig.. Heldur lítiði bara í eigin barm, er maður ekki ótrúlega eigingjarn alltaf?? Hugsar bara um rassinn á sjálfum sér..

Svona er raunveruleikinn, fólk er virkilega að svelta úr hungri á meðan að við sitjum heima hjá okkur í nammi hrúgu búin að troða okkur út af mat allan daginn.. Aumingja litlu Afríkubörnin í sjónvarpinu eru til í alvörunni, en það er eins og að það sé alltaf of óraunverulegt fyrir fólk þar til að það hefur séð það.. Éghef séð það versta af heiminum og ég mun aldrei gleyma því.. 

Ég veit ekki af hverju ég fór allt í einu út í þessa umræðu.. En jæja ætla að fara að lúlla hjá mömmu sem að er farin að hrjóta hérna á bak við mig..

Sjáumst, kem heim á Þriðjud., Sunna Rut.. 


Que estas buscando de mi.. (Hvers ætlastu af mér/ Hverju leytarðu af frá mér)

Ég er í eyðu, reyna að láta tíman líða..

Hugur minn reikar mikið þessa dagana.. Hvað vil ég gera með líf mitt.. Ég veit að ég vil sjá heimin og mun ég gera það af bestu getu.. Maður þarf bara að fara og gera.. Ekki bara endalast blaður og gera ekkert úr því.. "það er svo dýrt, hættulegt og erfitt/flókið" Upplifun verður ekki metin til fjár.. Þó að þú eigir ekki jafn flottan bíl og eins flotta íbúð þá hefurðu séð margt og kannt að meta þitt.. Hættulegt, að sjálfsögðu, en það fer eftir þinni hegðun og hvernig þú passar uppá þig og þitt.. Ef maður planar vel og skipuleggur sig þá er þetta ekkiert erfitt né flókið.. Auðvitað koma alltaf upp vandamál og e-ð sem ekki var gert ráð fyrir en þá tekur maður bara á því hverju sinni.. Þetta er ekki bara dans á rósum ;) Enda væri það nú ekkert gaman..

Ég las síðu í sumar hjá rúmlega fertugum hjónum sem að seldu húsið sitt, keyptu sér húsbíl og lögðu af stað í heimsreisu.. Mig minnir að þau hafi eytt 4-6 mánuðum í Norður-Ameríkunni.. Og þegar að ég var að skoða voru þau tiltölulega ný komin til Mexicó.. Þau eru hjúkrunarfræðingu og ljósmyndari.. Bæði lista fólk, mikið menntað og foreldrar.. Mér finnst þetta alveg yndislegt.. Aldrei of seint að láta draumin rætast (ekki að segja að þau séu e-ð gömul, ekki misskilja)..

Hvað á maður að læra?? Langar að læra hárgreiðslu.. En ég er að fara að fá stúdentspróf, ég veit ekki ef hverju en þá finnst mér eins og ég ætti að fara að læra e-ð stærra, í háskóla.. Hvað svo ef að ég er bara hundléleg.. Og kem ekki með neitt nýtt, hermi bara.. Svo langar mig, og mun gera mjög líklega, að taka BA í Spænskunni og kannski taka Sálfræði með eða ferðamálafræði eða erlend viðskipti eða... eða... eða.. Svo fékk ég þá flugu í höfuðið um daginn að læra Sjúkraþjálfun, já ég íþróttafríkið ;) En svo skoðaði ég inntökuprófið (sama próf og er fyrir læknisfræði) og eftir að vera bara búin að kíkja á íslensku hlutan þá spurði ég mig hvað ég væri eiginlega búin að vera að læra í menntaskóla.. Svo langar mig líka að vera með í öllum sjálfboðaliða störfum sem ég er búin að sjá á netinu.. Ohhh lífið og æskan er alltof stutt..

Ég ákvað eftir umhugsun að halda bara áfram að vinna í Grillturninum, ég nennti ekki að vera nýja gellan einhverstaðar og þurfa að læra allt nýtt.. Betra að vera bara sjálf yfir sjálfri þér.. Og geta alltaf talað við yfirmannin ef e-ð er að og þig vantar frí..

En jæja ég er farinn að finna mér e-ð að gera.. 1 og hálfur tími í næsta tíma..


Er ég kem heim í búðardal..

Þá er ég flutt aftur heim til mín .. Það er svo sem ágætt, en er farin að sakna stóra rúmsins eftir aðeins eina nótt í pínu rúminu mínu..

Ég sótti Lonely planet bækurnar mínar í gær og lá ég langt fram á nótt við að lesa hvað er vert að skoða og hvað það kostar að lifa =) Vei ég er of spennt.. Og jáhh hver sem er, sem hefur um það bil 4.mánuði lausa í lok 2008 og byrjun 2009, er velkominn með..

Um helgina voruð töðugjöld á Hellu eins og ég var búin að nefna.. Ég var að vinna um daginn svo að ég missti af þeirri dagskrá.. En ég fór á kvöldvökuna, sem var mjög fín.. Fyrir utan mjög langa ræðu frá Árna Mathiesen, ég hélt ekki þræði og hélt að ég myndi sofna.. Ekki skemmtilegur maður.. Svo kom eftirherma þarna úr sveitinni að nafni Jóhannes Kristjánsson.. Ég var að gera í mig úr hlátri, hann gerði mjög mikið grín af Árnunum tvemur.. Ég verð að stela einum brandara af honum og setja hér..

"Um daginn reyndi Árni Johnsen að fara til himna ríkis í skoðunarferð.. Þegar að hann kom að gullna hliðinu þá hitti hann Lykla-Pétur sem sagði að hann mætti ekki koma fyrr en hann væri látinn en ákvað samt að fara og spyrja Guð um leyfi.. Þegar að Pétur kom aftur eftir samtalið við Guð var Árni horfinn........... og gullna hliðið líka." 

Bahaha.. Klaufarnir frá Selfossi spiluðu síðan.. Og enginn annar en Árni Johnsen var með brekkusöng.. Svo var flugeldasýning í lokinn og ég held að ég hafi sjaldan séð svonna flotta flugeldasýningu..

Svo er maður svo gamall að við fórum bara heim að lúlla í staðinn fyrir að fara á ball.. Neinei vorum bæði að fara að vinna daginn eftir klukkan 8 og ég vill heldur ekki versla við né fara inná stað sem er í eigu manns sem er dæmdur fyrir að eiga barnaklám (hann er ekki búin að sitja dóminn af sér).. Fyrr skal ég skera af mér útlim.. 

Það var voða leyðilegt að segja bless við snúllurnar á Elliheimilinu, þau eru svo yndisleg öll.. En svona er þetta bara..

Skóli á eftir kl.2.. Sumarið búið :( 


Húrra...

Loksins!!! Mikið var!!! Skref fram á við.. Vona að fleiri svið heilbrigðisþjónustunnar fylgi á eftir..

mbl.is 150 milljónum varið aukalega til geðheilbrigðismála ungmenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæhó Jibbíjeij...

Ég ætla alltaf að skrifa e-ð en gleymi því alltaf aftur..

Hér verða Töðugjöld um helgina.. Svonna bæjarhátíð.. Fólk svaka spennt.. Eitt hverfið tók uppá því að skreyta alt með gulu og hérna í búðinni fylltist allt af gulu dóti til að skreyta með.. Þau eru svo miklar dúllur, svo mikil smábæjar andi..

Ég er að fara til London í September fyrir þá sem að ekki vita það.. Ég og mamma pöntuðum miða á Lion King fyri hole familíen.. Eða þá sem að eru  að fara..

Þegar að ég var að rölta út í bíl eftir vinnu á Mánud. þá hringdi Sigurður í mig, fyrir þá sem ekki vita er hann maðurinn hennar Ömmu Árný.. Hann sagðist hafa fengið einhver skilaboð frá mér og ég alveg ha nei það getur ekki verið.. Og hann spurði hvort ég væri alveg viss og e-ð hvernig ég hefði það.. Svo rann það upp fyrir mér, mér var búið að vera illt í hnénu allan daginn, aftur fyrir þá sem ekki vita þá er hann höfuðbeina og skjaldhryggs e-ð man ekki alveg hvað það heitir.. Og mér hefur ekkert verið neitt illt í hnénu neitt sérsalega í allt sumar.. Og þá sagði hann "þarna sérðu hvað ég er næmur fyrir þér".. Ótrúlega sérstakt, hann bara fann þetta á sér.. Ohh hann er svo mikil dúlla að hugsa svonna til mín;*  

Var að tala við vin minn frá Paraguay um daginn og hann var að hætta með kærustunni sinni því að hún er e-ð úber afbrýðissöm og vill bara fara að gifta sig, hún er 18 Shocking Jáhh okey.. Ótrúlega eðlilegt ekki satt.. Var einmitt að segja vð mömmu um daginn hvað mér þætti skrítið að vera komin á þann aldur að það væri orðið tiltölulega eðlilegt að heyra að jafnaldrar manns væru að verða foreldrar eða að trulofast og svoleiðis.. Úff orðin svo gömul.. En 18, fyrr má nú aldeilis fyrr vera..

Ég er búin að sjá svo mikið af útlendingum alstaðar að í sumar, skiljanlega.. En það sem að mér finnst  mjög fyndið er að efað það koma pör, eða hjón, þá virðist það gerast nánast undartekningalaust að kvk talar við mig.. Og oft eru þær síðan að þýða fyrir karlinn.. Ohhh við erum svo þróaðar og stjórnum ferðinni hvað sem við erum ;)

Og ég skil furðu mikið í frönsku og Ítölsku sem er mjög gaman.. Ekki að ég sé að tala það við fólk, en þegar að fólk talar það sín á milli þá er ég bara ahaaaég skil, sérstaklega Ítölskuna.. Ég er án gríns búin að tala Spænsku í mesta lagi 2.. En Þrúður sem vinnur á morgnana, og talar líka Spænsku, er alltaf að tal við einhverja Spanjóla..

Jáhh hún Þrúður.. Hún sér einmitt um síðuna bakpokinn.com og er búin að leggjamikla vinnu í hana enda rosa flott síða.. Hún er að fara til Suður Ameríku í Sept Crying Ég er svoooooo ABBÓ!!!!! Siðan í Febrúar er hún að fara í Háskóla í Argentínu.. Ferðast þangað til takk fyrir.. Minns langar líka!!!!! Og hún gerir þetta bara allt ein.. Ég held að eg sé of mikil skræfa til þess..

Blabla.. Hætt, Sunna Rut.. 


Ó borg, mín borg, ég lofa ljóst þín stræti, þín lágu hús og allt sem fyrir ber.

Halló.. Ég skrapp í heimsókn heim til mín um daginn.. Skildi manninn eftir því að hann nennti ekki með og ekki ætlaði ég að draga hann með.. Svo er litla greyið bara fárveikt heima.. 

Allavegana ég gerði margt skemmtilegt um helgina.. Hitti gamlan vin.. Hitti Tinnan og Atlan á Laugardaginn og fórum síðan að sjá Gay pride gönguna og síðan um kveldið var innflutningsparty hjá Temmanum og Eyþóri, rosa gaman..Og á Sunnudaginn eftir frænku hádegismat þá eyddi ég tíma með gelgju nr.1 Heiðdís sem getur ekki verið skild mér á nokkurn hátt..  Ég keypti mér svo fallegar skjærbleikar puma buxur að ég vill vera í þeim alltaf!!!! 

Í dag fékk ég sundarskránna mína og hún er tjahhh Ömurleg, ég bjóst svo sem adrei við neinu öðru því að ég er bara í 3 fögum innan stundarskrár.. 2 utan.. Tökum fimmtudag sem dæmi.. Tími frá 8:10-9:10 næsti tími kl.10:30-11:30 og síðasti tímin kl.15:30-16:30.. Yndilsegt.. ;)  Á miðvikud. er ég líka í 1.tíma kl.8 og næsta kl.13.. Bara 2 tímar þann daginn.. En ég ætti þá að hafa nógan tíma til fara til sjúkraþjálfara og læra í eyðunum.. En svo endar það reyndar alltaf á því að maður fer heim að sofa eða e-ð..

Annars er lítið sem ekkert að frétta.. 

Sunna Rut.. 


Sunna litla bloggar..

Þar sem að ég viðist hafa e-ð lítið að gera í vinnunni þessa dagana þá datt mér í hug að blogga aðeins..

Annars lítð að frétta úr sveitinni.. Bara vinna vinna, ekkert stopp.. Þó að ég vinni nú kannski ekki lengi á virkum dögum þá er ég ekki beint að rífa mig á fætur og gera e-ð á morgnana, finnst svo gott að lúlla bara.. Og þá daga sem að maðurinn er í fríi þá er búið að vera svo leyðilegt veður að við höfum ekki enþá farið að Skógarfossi ein og planað var.. En forum að Seljalandsfossi þarna einhvertíman fyrr soltlu síðan og það var að sjálfsögðu alveg yndislegt, klifum þarna upp Eyjafjallið (fjöll).. 

Annars er ég búin að vera í voða góðgerðarstuði þessa dagana og skráði mig í kattarvinafélagið á kattholt.is og kvet ég folk til að gera það.. Á þeirri síðu mun líka byrtast mynd og smá um hann Snúlla minn svo að fylgisti með því =)

Ég er líka að reyna að skrá okkur sem stuðningsfjölskyldu fyrir flóttamennina frá Colombiu sem eru að koma til Rvk.. En það er mikið að gera hjá dömunni sem að sér um þau mál,skiljanlega, og hef ég því ekki náð í hana enþá.. En ég gefst ekki upp ;) Rauði Krossin Reykjavíkurdeild sér um þetta fyrir þá sem hafa áhuga.. 

Svo var ég að panta mér nokkrar bækur frá Lonely Planet.. Shoestring bókina um suður ameríku.. Þetta eru mjög góðar ferðamannabækur því að þær sína þér ódýra gisti staði og fleira og siðan er um hvert land hvað er vert að skoða og svoleiðis.. Alveg yndislegt og bíð ég spennt eftir þessari bók.. Pantaði mér líka svonna frasabók á brasilískri portúgölsku.. Og margt fleira.. Svo ég geti byrjað að plana ferð til Suður-Ameríku, hver vill koma með??

Í gær þá kom ísbíll í götuna okkar.. Og mér finnst ís ekkert sérstaklega góður og við vorum ný búin að borða.. En mer fannst þetta bara svo spennandi að ég hoppaði upp og niður eins og smábarn öskrandi veivei.. Sendi Pablo eftir ís handa okkur og ég horfði út um gluggan svaka spennt.. Svo kom hann með ísbát til baka sem var mað svonna jarðaberjasultu inní.. Alveg ágætt eftir að ég lét hann borða allt súkkulaðið af, mér finnst súkkulaði vont..

Jæja ekkert meira blaður í bili.. Ætla að halda áfram að hringja í Rauða Krossinn.. 

Sunna Rut.. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband