8.8.2007 | 16:44
Sunna litla bloggar..
Þar sem að ég viðist hafa e-ð lítið að gera í vinnunni þessa dagana þá datt mér í hug að blogga aðeins..
Annars lítð að frétta úr sveitinni.. Bara vinna vinna, ekkert stopp.. Þó að ég vinni nú kannski ekki lengi á virkum dögum þá er ég ekki beint að rífa mig á fætur og gera e-ð á morgnana, finnst svo gott að lúlla bara.. Og þá daga sem að maðurinn er í fríi þá er búið að vera svo leyðilegt veður að við höfum ekki enþá farið að Skógarfossi ein og planað var.. En forum að Seljalandsfossi þarna einhvertíman fyrr soltlu síðan og það var að sjálfsögðu alveg yndislegt, klifum þarna upp Eyjafjallið (fjöll)..
Annars er ég búin að vera í voða góðgerðarstuði þessa dagana og skráði mig í kattarvinafélagið á kattholt.is og kvet ég folk til að gera það.. Á þeirri síðu mun líka byrtast mynd og smá um hann Snúlla minn svo að fylgisti með því =)
Ég er líka að reyna að skrá okkur sem stuðningsfjölskyldu fyrir flóttamennina frá Colombiu sem eru að koma til Rvk.. En það er mikið að gera hjá dömunni sem að sér um þau mál,skiljanlega, og hef ég því ekki náð í hana enþá.. En ég gefst ekki upp ;) Rauði Krossin Reykjavíkurdeild sér um þetta fyrir þá sem hafa áhuga..
Svo var ég að panta mér nokkrar bækur frá Lonely Planet.. Shoestring bókina um suður ameríku.. Þetta eru mjög góðar ferðamannabækur því að þær sína þér ódýra gisti staði og fleira og siðan er um hvert land hvað er vert að skoða og svoleiðis.. Alveg yndislegt og bíð ég spennt eftir þessari bók.. Pantaði mér líka svonna frasabók á brasilískri portúgölsku.. Og margt fleira.. Svo ég geti byrjað að plana ferð til Suður-Ameríku, hver vill koma með??
Í gær þá kom ísbíll í götuna okkar.. Og mér finnst ís ekkert sérstaklega góður og við vorum ný búin að borða.. En mer fannst þetta bara svo spennandi að ég hoppaði upp og niður eins og smábarn öskrandi veivei.. Sendi Pablo eftir ís handa okkur og ég horfði út um gluggan svaka spennt.. Svo kom hann með ísbát til baka sem var mað svonna jarðaberjasultu inní.. Alveg ágætt eftir að ég lét hann borða allt súkkulaðið af, mér finnst súkkulaði vont..
Jæja ekkert meira blaður í bili.. Ætla að halda áfram að hringja í Rauða Krossinn..
Sunna Rut..
Athugasemdir
Húrra nú hef ég eitthvað að gera í vinnuni þar sem þú og Tinna eruð byrjaðar að blogga aftur:)
Hlakka til að sjá þig um helgina:)
Telma (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 20:06
Velkomin aftur í bloggheima, mín kæra systir !! Ég væri svo sannarlega til í að kíkja suðureftir, til ameríku þeirrar syðri! :)
Viðar Freyr Guðmundsson, 9.8.2007 kl. 21:13
hæhæ sæta mín...
Hlakka til að sjá þig tomorrow...ekkert smá langt síðan maður hefur tlaað almennilega við hann:(
En já ég er til í Suður-Ameríku...veivei...held að það sé geggjað!! En já þú veist að það voru einhverjir ísbílakallar teknir um daginn fyrir að nota ísbílana til að dreifa kókaíni um landið hehe...bara fyndnasta glæpamál sögunnar;)
Tinni grænka (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.