Hæhó Jibbíjeij...

Ég ætla alltaf að skrifa e-ð en gleymi því alltaf aftur..

Hér verða Töðugjöld um helgina.. Svonna bæjarhátíð.. Fólk svaka spennt.. Eitt hverfið tók uppá því að skreyta alt með gulu og hérna í búðinni fylltist allt af gulu dóti til að skreyta með.. Þau eru svo miklar dúllur, svo mikil smábæjar andi..

Ég er að fara til London í September fyrir þá sem að ekki vita það.. Ég og mamma pöntuðum miða á Lion King fyri hole familíen.. Eða þá sem að eru  að fara..

Þegar að ég var að rölta út í bíl eftir vinnu á Mánud. þá hringdi Sigurður í mig, fyrir þá sem ekki vita er hann maðurinn hennar Ömmu Árný.. Hann sagðist hafa fengið einhver skilaboð frá mér og ég alveg ha nei það getur ekki verið.. Og hann spurði hvort ég væri alveg viss og e-ð hvernig ég hefði það.. Svo rann það upp fyrir mér, mér var búið að vera illt í hnénu allan daginn, aftur fyrir þá sem ekki vita þá er hann höfuðbeina og skjaldhryggs e-ð man ekki alveg hvað það heitir.. Og mér hefur ekkert verið neitt illt í hnénu neitt sérsalega í allt sumar.. Og þá sagði hann "þarna sérðu hvað ég er næmur fyrir þér".. Ótrúlega sérstakt, hann bara fann þetta á sér.. Ohh hann er svo mikil dúlla að hugsa svonna til mín;*  

Var að tala við vin minn frá Paraguay um daginn og hann var að hætta með kærustunni sinni því að hún er e-ð úber afbrýðissöm og vill bara fara að gifta sig, hún er 18 Shocking Jáhh okey.. Ótrúlega eðlilegt ekki satt.. Var einmitt að segja vð mömmu um daginn hvað mér þætti skrítið að vera komin á þann aldur að það væri orðið tiltölulega eðlilegt að heyra að jafnaldrar manns væru að verða foreldrar eða að trulofast og svoleiðis.. Úff orðin svo gömul.. En 18, fyrr má nú aldeilis fyrr vera..

Ég er búin að sjá svo mikið af útlendingum alstaðar að í sumar, skiljanlega.. En það sem að mér finnst  mjög fyndið er að efað það koma pör, eða hjón, þá virðist það gerast nánast undartekningalaust að kvk talar við mig.. Og oft eru þær síðan að þýða fyrir karlinn.. Ohhh við erum svo þróaðar og stjórnum ferðinni hvað sem við erum ;)

Og ég skil furðu mikið í frönsku og Ítölsku sem er mjög gaman.. Ekki að ég sé að tala það við fólk, en þegar að fólk talar það sín á milli þá er ég bara ahaaaég skil, sérstaklega Ítölskuna.. Ég er án gríns búin að tala Spænsku í mesta lagi 2.. En Þrúður sem vinnur á morgnana, og talar líka Spænsku, er alltaf að tal við einhverja Spanjóla..

Jáhh hún Þrúður.. Hún sér einmitt um síðuna bakpokinn.com og er búin að leggjamikla vinnu í hana enda rosa flott síða.. Hún er að fara til Suður Ameríku í Sept Crying Ég er svoooooo ABBÓ!!!!! Siðan í Febrúar er hún að fara í Háskóla í Argentínu.. Ferðast þangað til takk fyrir.. Minns langar líka!!!!! Og hún gerir þetta bara allt ein.. Ég held að eg sé of mikil skræfa til þess..

Blabla.. Hætt, Sunna Rut.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

..að konur séu meira gefnar fyrir að tala, er ekkert nýtt ;)

..er farinn að hlakka til að sjá Lion King með ykkur öllum, þvílík snilld sem það verður!! 

Viðar Freyr Guðmundsson, 19.8.2007 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband