Er ég kem heim í búðardal..

Þá er ég flutt aftur heim til mín .. Það er svo sem ágætt, en er farin að sakna stóra rúmsins eftir aðeins eina nótt í pínu rúminu mínu..

Ég sótti Lonely planet bækurnar mínar í gær og lá ég langt fram á nótt við að lesa hvað er vert að skoða og hvað það kostar að lifa =) Vei ég er of spennt.. Og jáhh hver sem er, sem hefur um það bil 4.mánuði lausa í lok 2008 og byrjun 2009, er velkominn með..

Um helgina voruð töðugjöld á Hellu eins og ég var búin að nefna.. Ég var að vinna um daginn svo að ég missti af þeirri dagskrá.. En ég fór á kvöldvökuna, sem var mjög fín.. Fyrir utan mjög langa ræðu frá Árna Mathiesen, ég hélt ekki þræði og hélt að ég myndi sofna.. Ekki skemmtilegur maður.. Svo kom eftirherma þarna úr sveitinni að nafni Jóhannes Kristjánsson.. Ég var að gera í mig úr hlátri, hann gerði mjög mikið grín af Árnunum tvemur.. Ég verð að stela einum brandara af honum og setja hér..

"Um daginn reyndi Árni Johnsen að fara til himna ríkis í skoðunarferð.. Þegar að hann kom að gullna hliðinu þá hitti hann Lykla-Pétur sem sagði að hann mætti ekki koma fyrr en hann væri látinn en ákvað samt að fara og spyrja Guð um leyfi.. Þegar að Pétur kom aftur eftir samtalið við Guð var Árni horfinn........... og gullna hliðið líka." 

Bahaha.. Klaufarnir frá Selfossi spiluðu síðan.. Og enginn annar en Árni Johnsen var með brekkusöng.. Svo var flugeldasýning í lokinn og ég held að ég hafi sjaldan séð svonna flotta flugeldasýningu..

Svo er maður svo gamall að við fórum bara heim að lúlla í staðinn fyrir að fara á ball.. Neinei vorum bæði að fara að vinna daginn eftir klukkan 8 og ég vill heldur ekki versla við né fara inná stað sem er í eigu manns sem er dæmdur fyrir að eiga barnaklám (hann er ekki búin að sitja dóminn af sér).. Fyrr skal ég skera af mér útlim.. 

Það var voða leyðilegt að segja bless við snúllurnar á Elliheimilinu, þau eru svo yndisleg öll.. En svona er þetta bara..

Skóli á eftir kl.2.. Sumarið búið :( 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Eik Rakelardóttir

Helló viltu ekkert vera vinur minn?? Sniffsniff...þ.e.a.s. bloggvinur minn;)

En annars er gott að þú sérst kominn heim...langskemmtilegast í rvk þegar Sunninn er þar líka:) 

Tinna Eik Rakelardóttir, 21.8.2007 kl. 18:44

2 identicon

Gott að vera búin að fá þig aftur í siðmenninguna:) Þú ert velkominn í heimsókn hvenær sem er:)

Telma (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband