Que estas buscando de mi.. (Hvers ætlastu af mér/ Hverju leytarðu af frá mér)

Ég er í eyðu, reyna að láta tíman líða..

Hugur minn reikar mikið þessa dagana.. Hvað vil ég gera með líf mitt.. Ég veit að ég vil sjá heimin og mun ég gera það af bestu getu.. Maður þarf bara að fara og gera.. Ekki bara endalast blaður og gera ekkert úr því.. "það er svo dýrt, hættulegt og erfitt/flókið" Upplifun verður ekki metin til fjár.. Þó að þú eigir ekki jafn flottan bíl og eins flotta íbúð þá hefurðu séð margt og kannt að meta þitt.. Hættulegt, að sjálfsögðu, en það fer eftir þinni hegðun og hvernig þú passar uppá þig og þitt.. Ef maður planar vel og skipuleggur sig þá er þetta ekkiert erfitt né flókið.. Auðvitað koma alltaf upp vandamál og e-ð sem ekki var gert ráð fyrir en þá tekur maður bara á því hverju sinni.. Þetta er ekki bara dans á rósum ;) Enda væri það nú ekkert gaman..

Ég las síðu í sumar hjá rúmlega fertugum hjónum sem að seldu húsið sitt, keyptu sér húsbíl og lögðu af stað í heimsreisu.. Mig minnir að þau hafi eytt 4-6 mánuðum í Norður-Ameríkunni.. Og þegar að ég var að skoða voru þau tiltölulega ný komin til Mexicó.. Þau eru hjúkrunarfræðingu og ljósmyndari.. Bæði lista fólk, mikið menntað og foreldrar.. Mér finnst þetta alveg yndislegt.. Aldrei of seint að láta draumin rætast (ekki að segja að þau séu e-ð gömul, ekki misskilja)..

Hvað á maður að læra?? Langar að læra hárgreiðslu.. En ég er að fara að fá stúdentspróf, ég veit ekki ef hverju en þá finnst mér eins og ég ætti að fara að læra e-ð stærra, í háskóla.. Hvað svo ef að ég er bara hundléleg.. Og kem ekki með neitt nýtt, hermi bara.. Svo langar mig, og mun gera mjög líklega, að taka BA í Spænskunni og kannski taka Sálfræði með eða ferðamálafræði eða erlend viðskipti eða... eða... eða.. Svo fékk ég þá flugu í höfuðið um daginn að læra Sjúkraþjálfun, já ég íþróttafríkið ;) En svo skoðaði ég inntökuprófið (sama próf og er fyrir læknisfræði) og eftir að vera bara búin að kíkja á íslensku hlutan þá spurði ég mig hvað ég væri eiginlega búin að vera að læra í menntaskóla.. Svo langar mig líka að vera með í öllum sjálfboðaliða störfum sem ég er búin að sjá á netinu.. Ohhh lífið og æskan er alltof stutt..

Ég ákvað eftir umhugsun að halda bara áfram að vinna í Grillturninum, ég nennti ekki að vera nýja gellan einhverstaðar og þurfa að læra allt nýtt.. Betra að vera bara sjálf yfir sjálfri þér.. Og geta alltaf talað við yfirmannin ef e-ð er að og þig vantar frí..

En jæja ég er farinn að finna mér e-ð að gera.. 1 og hálfur tími í næsta tíma..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe þú veist að stóra frænka þín íslensku kennarinn hefur verið að semja íslensku hlutan í þessi próf alla vegna í einhver skipti....

Þú finnur hvað þú vilt gera, það kemur allt hægt og rólega:)

Telma (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 22:19

2 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

'Aldrei of seint', hjá rúmlega fertugu fólki ?! haha, ég vona að mamma lesi þetta ekki ;) ..nei, vonandi á þetta fólk amk. 40 ár eftir.

Um að gera að taka áhættu í námi, líkt og þú talar um að gera í ferðum þínum. Mundu að 99% af fólki er ekki með neina sérstaka hæfileika á sínu sviði, það er bara reynsla og mikil vinna að baki kunnáttu þeirra. Að mennta sig er um margt líkt því að ferðast, eins og þú lýsir því.

Að lifa er að læra.. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 31.8.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband