London, París, Róm..

Ég hef því miður bara komið á einn af þessum stöðum.. Og það myndi jú vera London, þar sem að ég er núna.. Og er búin að eyða 5 yndislegum dögum og á heila 2 eftir.. Ég er búin að sjá svonna allt það helsta sem að er að sjá, eða þið vitið túristastaði eins og þeir eru kallaðir..

Ef að ég tek stutt dæmi þá er ég búin að kíkja í heimsókn til drotningarinar í Buckingham Palace rosa fallegt, fór í alvöru enskt te á 5 stjörnu hóteli eftir það.. Við erum að tala um fingrasamlokur, skonskur, te og tertur, gerist ekki betra.. Lion King erfitt að syngja ekki með.. Camden market.. Auðvitað Oxfordst.. Og fór í túrista bustour í dag með innifalinni siglingu á Times (eins og móðir mín kís að kalla það).. Þar sá ég allt það sem að ég var búin að sjá áður aftur ;) Og e-ð sem að ég var ekki búin að sjá..  

Ég er búin að snæða Columbískan, Arabískan, Enskan, Ítalskan, hollan, óholan, góðan mat.. Og það verður sko afeitrun þegar að maður kemur heim..

Ég er búin að versla ágætlega.. Já mér finnst gaman að versla, okkur finnst það öllum þó að sumir vilji ekki viður kenna það.. Ég vildi að ég væri ekki svonna eigingjörn og að ég fengi svo mikið samviskubit, gangandi framhjá heimilislausum manni á götuni og ég með fullar hendur af pokum, að ég myndi missa löngunina til að versla.. Auðvitað fæ ég samviskubit sem endist kannski ekki lengi og hugsa aumingja maðurinn.. Ég fæ alveg verk í hjartað.. Og ekki hugsa e-ð ojjj hvað hún er illa innrætt (er það skrifað svona) því að ég er það ekki, enda muntu ekki hugsa það ef að þú þekkir mig.. Heldur lítiði bara í eigin barm, er maður ekki ótrúlega eigingjarn alltaf?? Hugsar bara um rassinn á sjálfum sér..

Svona er raunveruleikinn, fólk er virkilega að svelta úr hungri á meðan að við sitjum heima hjá okkur í nammi hrúgu búin að troða okkur út af mat allan daginn.. Aumingja litlu Afríkubörnin í sjónvarpinu eru til í alvörunni, en það er eins og að það sé alltaf of óraunverulegt fyrir fólk þar til að það hefur séð það.. Éghef séð það versta af heiminum og ég mun aldrei gleyma því.. 

Ég veit ekki af hverju ég fór allt í einu út í þessa umræðu.. En jæja ætla að fara að lúlla hjá mömmu sem að er farin að hrjóta hérna á bak við mig..

Sjáumst, kem heim á Þriðjud., Sunna Rut.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim darling:)

Telma (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:17

2 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Ég veit hvað þú átt við, ég finn líka til með þessu fólki í hvert sinn.. Enn hafðu það í huga að "Eymd er valkostur", og þú berð ábyrgð á  þinni líðan 100%, það sama gildir um alla aðra. Auðvitað hafa margir lent í ýmiskonar hremmingum sem þeir hafa ekki ráðið við, en þú hefur samt alltaf val, ætlarðu að vera fórnarlamb endalaust, eða ætlarðu að komast í gegnum þetta? Það er nóg af hjálp fyrir alla þá sem vilja, alltaf! Það er allt stútfullt af fólki sem vill hjálpa öðrum, og það stanslaust verið að reyna að hjálpa heimilislausum t.d. í London, en margir þeirra eru bara of vonlausir (lausir við von) til að þiggja raunverulega hjálp.

"Leitið og þér munið finna, knýjið á og yður mun upplokið verða.." Þetta eru loforð Krists um að þú þarft ekki annað en að gleypa stoltið og leita hjálpar til að fá hana, og þetta er svo mikill sannleikur!

Takk fyrir dagana okkara saman! Þú ert sannarlega með stórt hjarta og gaman að vera með þér þennan tíma :) 

Viðar Freyr Guðmundsson, 21.9.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband