Hvað ef? Spurning sem við veltum öll fyrir okkur.

Bloggfærsla sem að ég skrifaði fyrir löngu síðan inná myspace.. 

 

Hversu oft kemur upp í hausinn á manni, hvað ef?
Hvað ef líf mitt væri öðruvísi.. Hvað ef ég hefði gert hitt og þetta þegar að mér gafst tækifæri til þess.. Hvað ef ég hefði ekki gert það sem ég hef gert.. Hvað ef ég hefði ekki fæðst á Íslandi.. Hvað ef ég hefði fæðst inní aðra fjölskyldu..
En sú hvað ef spurning sem ég helst hugsa um er, hvað ef ákveðinn sjúkdómur/ar væri ekki í minni fjölskyldu?? Væri ég þá keyrandi um í dag á blæjusportbílnum mínum, nemi í Versló, ætti fullt af hippogkúl ríkum vinum, allar þær flíkur og skó sem mig dreymir um, væri ekki í vinnu, bara að njóta lífsins, alltaf að ferðast, byggi í risastóru einbýlishúsi, eða kannski minni eiginn íbúð.. Lúxus, áhyggjulaust líf þar sem mig myndi ekki vanhaga um neitt.. Frekar freistandi hugsun stundum þegar að maður er alveg blankur að kúka á sig farin að bíða eftir mánaðarmótum.. Eða þegar að maður er að borga greiðsluseðilinn af láninu sem ég tók til að komast út sem skiptinemi..
En ef ég ætti þetta "draumalíf" sem að virtist stefna í þegar að ég var lítil væri ég þá ekki allt önnur drep leyðileg Sunna.. Ekki jafn sterk, sjálfstæð, lífsreynd og jarðbundinn manneskja eins og ég er í dag.. Hefðu þá bara komið upp önnur vandamál í staðinn.. Eða hefði ég bara krúsaði í gegnum lífið á bleiku skýji með skilti sem á stæði "pabbi borgar".. Engir erfiðleikar, enginn vonbrygði, enginn sorg, enginn sársauki, enginn tár.. Engar andvakanætur eins og þessi..
Ekki það að ég sé að kvarta.. Hef ekkert að kvarta yfir.. Ég hef búið í Suður-Ameríku, ég veit hvernig heimurinn er í alvöru, hvernig alvöru vandamál eru.. Maður veltir bara svo mörgu fyrir sér..
Pabbi minn, ég elska þig ;*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Einhver sagði að "Hvað ef ?" væru verstu loka-orðin.. "Hvað ef.. ég hefði gert svona en ekki hinsegin..?" .. "Hvað ef.. Þetta og hitt?"

Nú er bara að nýta þann tíma sem við höfum til að komast að því "Hvað ef ?"  ;)

..knús frá stóra bróður visku brunni

Viðar Freyr Guðmundsson, 6.11.2007 kl. 12:17

2 identicon

Úff hvað ég hef oft hugsað þetta nákvæmlega sama... segi ekki meira...

Þú veist að þú ert alltaf velkomin í heimsókn til mín elskan, spjalla  eða hvað sem er:)

Telma (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 23:20

3 Smámynd: Tinna Eik Rakelardóttir

Minns las þetta einmitt hjá þér þegar þetta var á myspace og hef ekki hætt að hugsa um þetta síðan...

 elska þig "litla" frænka:)

Tinna Eik Rakelardóttir, 7.11.2007 kl. 01:54

4 identicon

Sunna þú hefur allt sem þú þarft og meira til innra með sjálfri þér. Nýttu tækifærin þín og taktu utan um sjálfa þig.

Knús 

Ósk (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband